Iðnaðarráðherra eða stjórnmálaskýrandi!

Nýskipaður iðnaðarráðherra gefur sér tíma til að sinna stjórnmálaskýringu og afraksturinn birtist í Blaðinu um daginn. Það er mjög áhugavert að lesa greinina og ég brosti með sjálfri mér eftir lesturinn. Ég taldi hversu oft hann kenndi hina nýskipuðu ríkisstjórn við hinn helga þingstað okkar Íslendinga, - það var bara nokkuð oft. Eitthvað virðist óljós nafngift ríkisstjórnarinnar vera viðkvæm hjá ráðamönnum okkar í dag, en eins og menn vita hefur hún fengið mörg nöfn, sem ég hef ekki eftir hér.

Eftirtektarvert í grein iðnaðarráðherra er hve vel hann setur sig inn í innra starf Framsóknarflokksins og virðist þekkja vel til ungra og efnilegra framsóknarmanna sem hann telur að eigi eftir að setja mark sitt á stjórnmálasögu okkar í framtíðinni. Framsóknarmenn hljóta að þakka iðnaðarráðherra fyrir þessa stjórnmálaskýringu sem sýnir fram á bjarta framtíð hjá Framsóknarflokknum. Iðnaðarráðherra nefnir hins vegar ekki ungt og efnilegt fólk í hans eigin flokki. Oddviti þessa hóps er hinn ungi varaformaður Samfylkingarinnar sem á greinilega ekki upp á pallborðið hjá leiðandi mönnum innan flokksins. Iðnaðarráðherra hefur greinilega ekki mikla trúa á ungu fólki í Samfylkingunni því hann kallar til liðs við sig sem aðstoðarmann eldri herramann sem var félagi iðnaðarráðherra í Alþýðubandalaginu á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl. Kvitt fyrir lesningu. Það er alltaf að koma meira og meira í ljós... Sýnist að það sé að verða R-lista örlög á SF. En við vonum það besta.

Sveinn Hjörtur , 30.5.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband