Ríkisstjórnin - hvað á hún að heita?

Ný ríkisstjórn hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið nefnd ýmsum nöfnum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Hluti þessarar ríkisstjórnar hefur verið við völd í 16 ár, eins og alþjóð veit, þannig að sama áhöfnin með sömu yfirmönnum stýra ríkisskútunni áfram eins og verið hefur. Athyglisvert er að konum í Sjálfstæðisflokknum er ekki  treyst til að taka þátt í að stýra fleyinu.

Hinn „nýji“ hluti ríkisstjórnarinnar teflir fram fölbreyttri áhöfn, konum og körlum, reyndum og óreyndum. Ég átti ekki  von  á öðru en að formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, gætti kynjajafnræðis í úthlutun á ráðherraembættum þar sem hún sótti fylgið sitt til kvenna á besta aldri, kvenna sem voru samferðakonur hennar í Kvennalistanum á sínum tíma.

Hin nýja ríkisstjórn tekur við góðri og vel sjófærri ríkisskútu, sem framsóknarmenn áttu drjúgan þátt í að skapa. Það er von mín að þessi nýja ríkisstjórn hafi stjórn á ríkisskútunni og beri gæfu til að sigla henni ekki í strand.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband