Íslendingar eiga ungt og efnilegt fólk

Laugardaginn 9. júní var ég viðstödd afhendingu hvatningar- og nemendaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur. Athöfnin fór fram í Tjarnarsal Ráðhússins og var þar viðstaddur fjöldi manns. Formaður menntaráðs, ásamt formennum nefndanna tveggja afhentu  grunnskólanemum frá flestum grunnskólum Reykjavíkur verðlaun og viðurkenningarskjal fyrir fjölbreytt verkefni, námsárangur, félagsstörf, framfarir í samskiptum, textílmennt  o.fl.   Að afhendingu lokinni leit ég yfir þennan glæsilega hóp ungmenna og hugsaði með mér hve lánsöm við Íslendingar eru að eiga svona ungt og efnilegt fólk.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband